Persónuverndarstefna

Kambstal_samsetningar_beygingar_personuverndarstefna

Almennt

Persónuvernd þín skiptir Kambstál ehf miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Ábyrgð

Kambstál ehf  ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Kambstál ehf með aðsetur að Íshellu 1, 221, Hafnarfirði er löglegur stjórnandi persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur að Íshellu 1 eða með því að senda skriflega fyrirspurn á kambstal@kambstal.is með því að hringja í 534 1500.

Söfnun og notkun

Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og, þar sem við á, með samþykki þínu getum við og þjónustuveitendur okkar (sem gætu komið fram fyrir hönd fyrirtækisins) safnað persónuupplýsingum um þig:

um nafn þitt, símanúmer og netfang til að geta svarað fyrirspurnum og brugðist við óskum þínum, til að svara spurningum þínum og athugasemdum,

um nafn þitt, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang, dulkóðað númer kreditkorts, bankaupplýsingar, mat á greiðslugetu, vegna sölu á vöru og þjónustu sem við bjóðum upp á eða höfum milligöngu um,

um nafn þitt, kennitölu, heimilisfang, tegund, umfang og dagsetningu viðskipta til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum,

um nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang, fæðingardag og aldur með þínu samþykki til að geta veitt þér kost á að taka þátt í könnunum, kynningarherferðum með verðlaunum, keppnum og öðrum kynningum og eða til að geta sent þér kynningarefni, tilboð eða sérsniðnar auglýsingar,

um nafn þitt og netfang með þínu samþykki til að geta gert þér kleift að nota vef- og samfélagsmiðlasíður okkar,

myndbandsupptökum af þér í öryggismyndavélakerfi fyrirtækisins. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna fyrirtækisins, viðskiptavina þess og starfsmanna.

upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir heimasíður okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað. Einnig eru skráðar upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar. Þessum upplýsingum er safnað með notkun vafrakaka (e. Cookies) en nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér neðar.

Miðlun

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða- og markaðsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.

Þriðju aðilar

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á. m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.

Verndun

Kambstál ehf leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir.Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum, spjallrás eða stjórnstöð.

Okkar vefsíður notar SSL skilríki sem þýðir að gagnaflutningar til og frá síðunum er dulkóðaður og því öruggari. SSL skilríki varna því að þriðji aðili komist yfir gögn sem eru send í gegnum vefinn til dæmis þegar sendar eru fyrirspurnir og þjónustupantanir af vefsvæðinu.

Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.

Varðveisla

Kambstál ehf reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við geymum persónupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

Réttindi þín

Þú átt rétt á og getur óskað eftir að Kambstál ehf veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

Persónuvernd barna

Persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára er ekki safnað.

Breytingar

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu, hér á vefsíðu fyrirtækisins; www.kambstal.is

Síðast uppfært 1.9.2023.