Um umhverfismál

Kabmstal_rullur

Kambstál leggur mikla áherslu á að vera í fararbroddi í umhverfismálum þar sem áherslan er á að þjónusta viðskiptavini í að nota umverfisvænni lausnir.

Við sérhæfum okkur í þjónustu við byggingageirann.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar skal vera liður í daglegu starfi Kambstál efh. Umhverfisstefnuna á að kynna fyrir starfsfólki, samstarfsaðilum, birgjum og undirverktökum og birta á vef kambstal.is

Við allar ákvarðanatökur, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfsemi á vegum Kambstál skal leitast við að neikvæð áhrif á umhverfi, náttúru, íbúa og viðskiptavini séu í lágmarki. Leggja skal áherslu á vistvæn innkaup á vörum, þjónustu, framkvæmdum og ráðgjöf.

Dregið verði úr hvers kyns sóun verðmæta, myndun úrgangs og stuðlað að endurnýtingu og endurvinnslu.