KAMBSTÁL BYGGIR NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR

KAMBSTÁL BYGGIR NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR

Nýlega var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Kambstál við Tinhellu 3-9 í Hafnarfirði.

Smáragardur byggir húsið þar sem öll starfsemi verður í 3.600 m2 sérhönnuðu verksmiðjuhúsi.

Með nýja húsnæðinu verður enn betri aðstaða til að vera leiðandi í vinnslu á steypustyrktarjárni á Íslandi með því að klippa og beygja kambstál í tölvustýrðum vélum fyrir byggingariðnaðinn.

Öll aðstaða verður mun betri fyrir samsetningar jafnt innandyra sem og á rúmgóðu útisvæði. 

Í nýja húsnæðinu verður einnig verslun með fylgihluti og lagervörur eins og jarnabakka og járnamottur. Kambstál býður upp á allar tegundir af fylgihlutum frá Eurospacers sem er leiðandi í framleiðslu á fylgihlutum á heimsvísu.

Kambstál_Nýtt_Husnæði_Tinhella_Hafnarfirð_Árni_B_Halldórsson_Rósa_Guðbjartsdóttir_Guðmundur_H_Jónsson

Skóflustunguna að nýja húsnæðinu tóku Árni B. Halldórsson, sölustjóri Kambstáls, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðmundur H. Jónsson stjórnarformaður Kambstáls og Smáragarða. Myndina tók Guðni Gíslason hjá Fjarðarfréttum.

Hær má sjá frétt frá Fjarðarfréttum frá skóflustungunni í sumar.

 

Kambstál_Nýtt_Husnæði_Tinhella_Hafnarfirð_Birgir_Örn_Friðjónsson_Guðmundur_H_Jónsson_Árni_B_Halldórsson

Hér sjást stjórnendur Kambstáls við skóflustunguna. Birgir Örn Friðjónsson framkvæmdastjóri, Guðmundur H.Jónsson stjórnarformaður Kambstáls og Árni B. Halldórsson sölustjóri. Myndina tók Guðni Gíslason hjá Fjarðarfréttum.

Back to blog