Umhverfisstefna

Kambstal_samsetning_jarnamotta

Kambstál er leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í meðhöndlun á kambstáli fyrir fyrirtæki í byggingageiranum.

Vistvænt Kambstál er hugtak sem lýsir því hvernig við vinnum að umhverfismálum í eigin starfsemi og í samstarfi við birgja og viðskiptavini. 

Þannig minnkum við stöðugt vistspor fyrirtækisins og í virðiskeðjunni. Til að ná árangri fylgir Kambstál eftirfarandi meginreglum:

Við auðveldum fyrirtækjum að nota umhverfisvænna kambstál

Í samstarfi við birgja bjóðum við upp á hagkvæma og vistvæna valkosti. Við bjóðum upp á unnið kambstál sem hefur verið unnið eftir gæðaferlum og aðferðum sem skapa vistvænna kambstál.

Við erum fagleg og framsækin

Við búum yfir þekkingu og reynslu og leggjum metnað í að fagmennska og áreiðanleiki einkenni störf okkar.  Starfsmenn fá endurmenntun svo viðskiptavinir geti treyst ráðgjöf okkar varðandi umhverfismál og framkvæmdir.

Við setjum okkur markmið

Við setjum okkur tímasett markmið með framkvæmdar- og tímaáætlun.

Setjum markið hærra

Í eigin starfsemi fylgjum við lögum og reglum og bjóðum vörur og lausnir sem eru umfram það sem lög og reglur krefjast.

Við berum ábyrgð

Við berum ábyrgð á umhverfisáhrifum fyrirtækisins í öllum stigum virðiskeðjunnar og væntum þess að birgjar og aðrir hagsmunaaðilar geri það einnig.