Kambstál hlaut vottun Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025.
Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja ná þeim árangri aðkomast á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki ár hvert. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Vottunin staðfestir traustan rekstur, sterka lánshæfiseinkunn og áreiðanleika í samstarfi.
„Við lítum á þessa vottun sem staðfestingu á starfseminni undanfarin ár, að setja þjónustu við viðskiptavini, gæði og langtímahugsun í forgang,“ segir Birgir Örn Friðjónsson, framkvæmdastjóri Kambstál. „Ég vil þakka viðskiptavinum okkar fyrir traustið og starfsfólki Kambstáls fyrir standa vaktina og veita afburðarþjónustu á hverjum degi, án þeirra hefði vottunin aldrei hlotist.“
