VEL HEPPNUÐ RÁÐSTEFNA UM NÚTÍMALAUSNIR Í BYGGINGARIÐNAÐI

VEL HEPPNUÐ RÁÐSTEFNA UM NÚTÍMALAUSNIR Í BYGGINGARIÐNAÐI

Rétt í þessu var að klárast ráðstefna fyrir fagaðila í byggingariðnaði með áherslu á kambstál

Ráðstefnan var einstaklega vel heppnuð, frábær mæting og mikið af fyrirspurnum til fyrirlesara yfir veitingum eftir ráðstefnuna.

Ráðstefnan fjallaði um nýjar áherslur í járnabindingum og þær fjölmörgu lausnir við notkun á kambstáli sem eru í boði hér á Íslandi.
 
Sjö fyrirlesarar héldu erindi

Farið var yfir stöðu járnabindinga hér og erlendis ásamt framtíðarhorfum. Erindi  voru flutt um framfarir í vinnslu á kambstáli og breytingar sem eiga sér stað í hönnun með BIM.

Sagt var frá því hvernig forvinnsla á kambstáli með tölvustýrðum vélum opni nýja möguleika á betri vinnubrögðum, einfaldi aðstæðum á byggingastað, stytti verktíma og sé umhverfisvænni þar sem minni afgangar verði á kambstálinu.

Einnig voru sagðar reynslusögur þar sem t.d. var farið yfir nýtt knattspyrnuhús Hauka í Hafnarfirði.

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði
Mjög góð mæting var á ráðstefnuna en vel yfir eitthundrað gestir mættu.

Yfir eitthundrað mættu frá verktakafyrirtækjum, verkfræðistofum og öðrum aðilum tengdum byggingariðnaði.
Í lok ráðstefnunnar var boðið upp á veitingar og fyrirlesarar buðu upp á spjall og svöruðu spurningum fundargesta.
 
Eftirtaldir fyrirlestrar voru á ráðstefnunni sem Kambstál ef stóð fyrir:

  • Árni B. Halldórsson og Einar E. Halldórsson frá Kambstál ehf – Þróun í vinnslu kambstáls á Íslandi
  • Björn von Bresinski, Duca Systems AG – “ZENTOR – Digital Controlled Rebar Splice”
  • Þorgeir Margeirsson,  Schöck Bauteile Gmbh – “Komum í veg fyrir myglu með Schöck Isokorb”
  • Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, Ístak – Stafræn Járnbending
  • Marcin Ciesielski og Sirikti Balslev, Building Point Scandinavia – Notkun Tekla við hönnun á járnbendingu
  • Valur Hreggviðsson, ÍAV – Reynslusaga – Knattspyrnuhús Hauka

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði
Fyrirlesarar ráðstefnunnar, frá vinstri: Björn von Bresinski, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir,Einar E. Halldórsson, Þorgeir Margeirsson,Valur Hreggviðsson, Sirikti Balslev, Marcin Ciesielski og Árni B. Halldórsson.

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði_Birgir_Örn_FriðjónssonBirgir Örn Friðjónsson, framkvæmda Kambstáls í pontu á ráðstefnunni.

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði_Árni_B._Halldórsson
Árni B. Halldórsson sölustjóri Kambstál að tala um nútímalausnir í byggingariðanaði.

Hér fyrir neðað eru svo nokkrar myndir frá ráðstefnunni:

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Kambstál_ráðstefna_nútímalausnir_í_byggingariðnaði

Back to blog